Norrænt samstarf 2003

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 16:19:52 (5369)

2004-03-16 16:19:52# 130. lþ. 84.10 fundur 688. mál: #A norrænt samstarf 2003# skýrsl, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[16:19]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Frú forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki tekið mikinn þátt í umræðu um bætta stöðu sjálfstætt starfandi vísindamanna í sjávarútvegi og hafrannsóknum á vettvangi Norðurlandaráðs. En ég get alveg upplýst þingmanninn um það að ég er áhugamaður um það almennt að koma opinberum störfum eða almennum störfum í hendur einkaaðila á þeim sviðum þar sem einkaaðilar eru betur eða að minnsta kosti jafn vel til þess fallnir að sinna þeim störfum og opinberir aðilar, og er tilbúinn til þess að skoða hvort það sé rétt að taka þessi atriði upp og ræða nánar innan og á vettvangi Norðurlandaráðs og Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Það er vel skoðandi. En a.m.k. á þeim tíma sem ég hef verið í Íslandsdeildinni og í nefndum innan Norðurlandaráðs hafa málefni sjávarútvegsins ekki verið mjög mikið til umræðu í nefndinni og kannski minna en tilefni er til. En það má vel vera að það breytist á næstu missirum og það væri kannski vel til fundið að það gerðist.