Tímasetning ráðstefna á vegum ráðuneyta

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 13:37:58 (5394)

2004-03-17 13:37:58# 130. lþ. 85.91 fundur 411#B tímasetning ráðstefna á vegum ráðuneyta# (aths. um störf þingsins), MF
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[13:37]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að tefja hæstv. forsrh. umfram það sem nauðsynlegt er en ég tek undir hvert orð sem hv. þm. Ögmundur Jónasson sagði. Ég held að æskilegt væri, ef hægt er að koma því við að ráðstefnur og fundir sem boðaðir eru á vegum ráðuneyta séu ekki á þingtíma. Síðast í gær, um tíuleytið í gærmorgun, var þingmönnum Suðurk. boðið að vera við undirritun samnings að Gunnarsholti í gær, þ.e samdægurs kl. 4, á þingtíma. Við sáum okkur auðvitað ekki fært að koma, alla vega vorum við þó nokkur sem ekki gátum mætt en hefðum gjarnan viljað vera þar. Ég tek undir orð hv. þm. Ögmundar Jónassonar.