Tímasetning ráðstefna á vegum ráðuneyta

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 13:40:21 (5396)

2004-03-17 13:40:21# 130. lþ. 85.91 fundur 411#B tímasetning ráðstefna á vegum ráðuneyta# (aths. um störf þingsins), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[13:40]

Mörður Árnason:

Forseti. Mér þykir skipta máli fyrir þingmenn hvort um er að ræða ráðstefnur af sérstöku tilefni eins og þessi virðist vera eða ráðstefnur og þing sem bundin eru í lög, eins og t.d. umhverfisþingið sem haldið var í haust á þingtíma og eðlilegt er að þingmenn sæki.

Á hinn bóginn kann að vekja athygli með þessa ráðstefnu og aðrar þær sem framkvæmdarvaldið stendur fyrir, fyrir hvern þær eru þegar þær eru skipulagðar á miðjum vinnutíma ekki einungis þingmanna heldur alls almennings á Íslandi. Kannski er framkvæmdarvaldið hætt að skipuleggja aðrar ráðstefnur en þær sem þeir sækja sem fá laun fyrir.