Framtíð sjúklinga á Arnarholti

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 15:00:08 (5432)

2004-03-17 15:00:08# 130. lþ. 85.12 fundur 646. mál: #A framtíð sjúklinga á Arnarholti# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[15:00]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er alveg óþolandi hvernig haldið er á þessum málum. Á sínum tíma, fyrir fjölmörgum árum, var samþykkt tillaga á Alþingi um að fara yfir félagsleg verkefni sem enn þá héngu undir heilbrigðiskerfinu frá fyrri tíma og flytja þau sem þyrfti yfir til félmrn. Sú nefnd dó drottni sínum með blessun hæstv. forsrh. Það hefur mörgum sinnum gerst og því miður hafa það verið heilbrigðisráðherrar Framsfl. sem hafa látið það gerast að loka slíkum stofnunum í þrengslum sínum í fjárlagagerðinni. Þannig var það með vistheimilið Bjarg, vistheimili barna við Kleifarveg og þannig er það núna með Arnarholt að ég tali ekki um hve seint hefur gengið að ganga frá málum íbúa á Kópavogshæli. Af hverju er ekki hægt að gera þetta með sóma? Af hverju er ekki hægt að setjast niður tímanlega, tveir ráðherrar frá sama flokki, og ákveða hvernig þetta eigi að vera án þess að þetta gerist æ ofan í æ?