Þverfaglegt endurhæfingarráð

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 15:24:06 (5443)

2004-03-17 15:24:06# 130. lþ. 85.11 fundur 615. mál: #A þverfaglegt endurhæfingarráð# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[15:24]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Þessi umræða kemur í raun í beinu framhaldi af þeirri umræðu sem við tókum áðan um sjúklingana sem dveljast að Arnarholti.

Það er mjög fróðlegt að heyra það hjá hæstv. ráðherra að nú er starfshópur að störfum sem á að skoða möguleikana á framtíðarúrræðum fyrir sjúklinga í endurhæfingu á Arnarholti eða í Kópavogi á vegum Landspítala -- háskólasjúkrahúss.

Ég gleðst auðvitað yfir því að ekki var gripið strax til þeirra lokana sem boðaðar voru. Hins vegar hlýtur maður að velta því fyrir sér, hæstv. ráðherra, hvort stjórnendur Landspítala -- háskólasjúkrahúss sem leggja fram þessar tillögur vegna ákvarðana sem teknar eru á Alþingi um fjárveitingar til Landspítala -- háskólasjúkrahúss, verði að bera þá allan kostnað af þeirri frestun og athugun sem á sér stað á vegum hæstv. ráðherra.