Vernd votlendis samkvæmt Ramsar-samþykktinni

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 18:40:51 (5477)

2004-03-17 18:40:51# 130. lþ. 85.8 fundur 679. mál: #A vernd votlendis samkvæmt Ramsar-samþykktinni# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Hæstv. forseti. Varðandi verklok á verndaráætluninni á Mývatns- og Laxársvæðinu er alveg ljóst að miðað við það fé sem stofnunin hefur til verkefnisins áætlar hún að ljúka gerð verndaráætlunar á þessu ári þannig að áætlunin verði tilbúin á næsta ári.

Varðandi þá spurningu sem fram kom hjá hv. þm. Sigurjóni Þórðarsyni er alveg ljóst að það þarf ekkert að bíða með frekari vinnu í verndaráætluninni, sú vinna er í fullum gangi og frv. um Laxár- og Mývatnssvæðið bíður. Við erum nýbúin að fara yfir það mál á hv. Alþingi að frumkvæði hv. þm. Marðar Árnasonar sem tók það upp um störf þingsins þannig að þingmanninum er fullkunnugt um stöðu málsins. Það er verið að vinna í verndaráætluninni og frv. um vernd Laxár og Mývatns er ekki að verða að lögum eins og hér hefur komið fram.