Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 18. mars 2004, kl. 11:06:44 (5507)

2004-03-18 11:06:44# 130. lþ. 86.92 fundur 417#B tilhögun þingfundar#, Forseti JóhS
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 130. lþ.

[11:06]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að hæstv. iðnrh. hefur óskað eftir því að þrjú fyrstu dagskrármálin, raforkulög, Landsnet hf. og jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, verði rædd saman, sbr. 3. mgr. 63. gr. þingskapa. Verður orðið við því ef enginn hreyfir andmælum.

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 18. mars 2004:

,,Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs óskar eftir því, sbr. 3. mgr. 55. gr. þingskapa, að ræðutími við 1. umr. í 1.--3. dagskrármáli, þ.e. raforkulög, Landsnet hf. og jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, verði tvöfaldaður vegna mikilvægis málanna.``

Undir bréfið ritar Þuríður Backman, varaformaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs. Við þessari beiðni verður orðið.