BrM fyrir LB

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 15:02:13 (5561)

2004-03-22 15:02:13# 130. lþ. 87.94 fundur 425#B BrM fyrir LB#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 4. þm. Suðurk., Lúðvíki Bergvinssyni, dags. 18. mars:

,,Þar sem ég fer í fæðingarorlof frá og með næsta mánudegi, sbr. 12. gr. laga um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum, og sæki því ekki þingfundi næstu tvo mánuði óska ég eftir því, sbr. 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurk., Brynja Magnúsdóttir, sjúkraliði í Keflavík, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.``

Brynja Magnúsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa á ný.