Erfðafjárskattur

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 15:10:34 (5563)

2004-03-22 15:10:34# 130. lþ. 87.8 fundur 435. mál: #A erfðafjárskattur# (heildarlög) frv. 14/2004, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[15:10]

Össur Skarphéðinsson:

Hæstv. forseti. Samf. styður í meginatriðum þær breytingar sem verið er að gera á frv. Við teljum að þær hnígi í réttlætisátt og þær einfaldi mjög framkvæmd þessa máls. Við teljum jafnframt að þær breytingar sem gerðar eru leiði til þess að ekki sé um tekjutap ríkissjóðs að ræða. Hins vegar vill Samf. mótmæla því harðlega að samhliða þessu er verið að fella niður ákvæði sem gerir kleift að undanþiggja erfðafjárskatti líknarfélög, menningarstofnanir og ákveðna einstaklinga sem búa við sérstakar og erfiðar aðstæður. Við munum við 3. umr. málsins leggja til brtt. um að slíkt ákvæði verði tekið upp í lögin.