Erfðafjárskattur

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 15:11:29 (5564)

2004-03-22 15:11:29# 130. lþ. 87.8 fundur 435. mál: #A erfðafjárskattur# (heildarlög) frv. 14/2004, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[15:11]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Meginástæða fyrir því að þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs styður frv. er sú að stefnt er að því að gera innheimtu á erfðafjárskatti markvissari, en fyrst og fremst vegna þess að horfið er frá því að skattleggja eignir, þar á meðal hlutafé, á nafnvirði en þess í stað skulu eignirnar metnar á markaðsvirði.

Þessi breyting mun vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs sem ella hefði orðið en á því byggðist fyrst og fremst gagnrýni okkar við 1. umr. um frv. Við munum standa sameiginlega með Samf. að tillögum um að undanþiggja líknarfélög og menningarstofnanir erfðafjárskattinum.