Erfðafjárskattur

Þriðjudaginn 23. mars 2004, kl. 15:06:35 (5616)

2004-03-23 15:06:35# 130. lþ. 88.6 fundur 435. mál: #A erfðafjárskattur# (heildarlög) frv. 14/2004, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 130. lþ.

[15:06]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Það er ekki oft sem þingheimur greiðir atkvæði um mikla einföldun á skattalögum eða lögum yfirleitt. Hér er um að ræða verulega einföldun á skattalögum, skapaður er heildstæður almennur stofn til erfðaskatts án undantekninga, verulega lækkun prósentu sem kemur venjulegu fólki til góða með íbúðina sína eða húsið sitt. Lagfært er misræmi sem skapast hefur á milli eigna í hlutabréfum og húseignum undanfarin ár. Ég er mjög ánægður með þessa breytingu, einföldunina og lækkunina á skattstofninum og segi já.