Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:01:45 (5659)

2004-03-29 15:01:45# 130. lþ. 89.92 fundur 434#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:01]

Forseti (Halldór Blöndal):

Um klukkan 3.40 síðdegis, að loknum óundirbúnum fyrirspurnum, verða atkvæðagreiðslur.

Síðan fer fram umræða utan dagskrár um hugbúnaðarkerfi ríkisins. Málshefjandi er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir en hæstv. fjmrh. Geir H. Haarde verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.