Endurgreiðsla tannlæknakostnaðar

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:20:15 (5670)

2004-03-29 15:20:15# 130. lþ. 89.1 fundur 439#B endurgreiðsla tannlæknakostnaðar# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:20]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég sat hluta af málþinginu og hlustaði á umræður sem þar fóru fram. Tryggingayfirlæknir flutti þar skoðanir sínar á málinu sem fólu ekki í sér áform ráðuneytisins um hækkun greiðsluþátttöku.

Við erum að byrja á viðamikilli rannsókn á tannheilsu, m.a. barna, og fyrr en rannsóknaniðurstöður liggja fyrir vil ég ekki gefa neinar yfirlýsingar um hækkun á greiðsluþátttöku enda snýst það um fjármuni. Ég vil fá niðurstöðurnar vegna þess að engar niðurstöður liggja fyrir um þetta og ekkert nema vísbendingar sem eru ekki studdar rannsóknum, en þær rannsóknir þurfa að fara fram.