Endurgreiðsla tannlæknakostnaðar

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:21:33 (5671)

2004-03-29 15:21:33# 130. lþ. 89.1 fundur 439#B endurgreiðsla tannlæknakostnaðar# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:21]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Það er alveg ljóst að rannsóknir hafa verið mjög slitróttar, síðast var gerð rannsókn 1996, og búið að setja upp rannsóknaáætlun sem á að standa næstu fimm árin. Að ári liðnu ættu að liggja fyrir það grófar niðurstöður sem hægt væri að byggja á pólitíska stefnumörkun hvað varðar endurgreiðslur og hafa önnur Norðurlönd að fyrirmynd. Við höfum dregist aftur úr, við erum með minni þátttöku og endurgreiðslu Tryggingastofnunar en annars staðar á Norðurlöndunum, breytingar kosta vissulega peninga. Miðað við bætta tannheilsu þjóðarinnar, sérstaklega hjá börnum, er það töluvert verk en mikilvægt að mínu mati að fara í algjöra endurskoðun á endurgreiðslu og aðkomu tannlæknaþjónustunnar með það að leiðarljósi að ekki verði gert upp á milli barna út frá fjárhag foreldra.