Endurgreiðsla tannlæknakostnaðar

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:24:08 (5673)

2004-03-29 15:24:08# 130. lþ. 89.1 fundur 439#B endurgreiðsla tannlæknakostnaðar# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:24]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég tel að við getum öll stutt það að kerfisbreytingar séu byggðar á rannsóknum. Eins og ég sagði fyrr í máli mínu getur verið nokkuð langt í að heildarniðurstaðan liggi fyrir.

Miðað við þær athuganir og meira en tilfinningu langflestra tannlækna benda þær til þess að ákveðnir hópar barna og unglinga hafa orðið og eru útundan hvað varðar tannlæknaþjónustu, í fyrsta lagi vegna efnahags en einnig vegna uppruna. Þetta eru það alvarlegar ábendingar að ég tel mjög mikilvægt að fara þegar að undirbúa breytingar hvað varðar endurgreiðslu almannatrygginga.