Norræni tungumálasamningurinn og táknmál

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:28:14 (5676)

2004-03-29 15:28:14# 130. lþ. 89.1 fundur 440#B norræni tungumálasamningurinn og táknmál# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Hér hefur hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir hreyft við merkilegu máli, en eins og hv. þm. kom inn á er málið einmitt í því ferli að það er í höndum starfshóps. Varðandi fulltrúa ríkisvaldsins hefur hann nokkuð víðtækt umboð og m.a. það að hann eigi að fara mjög heildstætt yfir málið og skoða hvernig það getur samræmst stefnu íslenskra stjórnvalda.