Norræni tungumálasamningurinn og táknmál

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:28:51 (5677)

2004-03-29 15:28:51# 130. lþ. 89.1 fundur 440#B norræni tungumálasamningurinn og táknmál# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Nefndinni eða starfshópnum er ætlað að skoða hvort norræni tungumálasamningurinn veiti sömu réttindi og aðrir samningar, hvort hann standist kröfu Evrópusambandsins um bann gegn mismunun, til hvaða tungumála hann eigi að ná og hvort taka eigi upp norrænt táknmál í samninginn.

Þetta er mjög mikilvægt fyrir þann hóp sem á hér hlut að máli. Hér hefur mjög oft verið rætt um stöðu táknmálsins, um að fullgilda að setja það í stjórnarskrá sem tungumál heyrnarlausra. Um það næst ekki enn þá samstaða á Íslandi. Þess vegna er afskaplega mikilvægt hvaða veganesti íslenska ríkisstjórnin og væntanlega menntmrh. hefur gefið þessum hópi til að samþykkja að táknmálið fari í tungumálasamninginn.