Gjaldtaka af umferðarmannvirkjum

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 15:37:02 (5683)

2004-03-29 15:37:02# 130. lþ. 89.1 fundur 441#B gjaldtaka af umferðarmannvirkjum# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[15:37]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Þingmaðurinn talar eins og hann geri ráð fyrir að hægt sé með einni ákvörðun að fella niður gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum, þar sem tiltekið félag fékk leyfi til að leggja á gjald. Það er mikill misskilningur eins og hv. þm. veit mjög vel.

Það er hins vegar ljóst að ég hef verið mikill áhugamaður um að Spölur lækkaði þetta gjald. Til viðbótar hef ég lýst því yfir að þegar gengið verður í að lækka virðisaukaskattinn falli gjaldið þar undir lægra þrepið eins og að er stefnt. Þegar virðisaukaskatturinn verður lækkaður þá mun hann lækka á gjaldinu einnig. Ég hef sagt hv. þm. frá þessu. Hann er því ekki að heyra þetta í fyrsta skiptið.

Það er sem sagt á valdi hlutafélagsins Spalar að lækka gjaldið í Hvalfjarðargöngum.