Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 29. mars 2004, kl. 18:24:55 (5735)

2004-03-29 18:24:55# 130. lþ. 89.8 fundur 485. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar handfærabáta) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 130. lþ.

[18:24]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Eins og áður segir eru þetta mjög alvarlegar ásakanir, þ.e. að menn séu að brjóta stjórnarskrána --- ég verð að segja það --- ef menn eru með kerfi sem væri að skila einhverjum árangri. Þess vegna væri fróðlegt að heyra um þetta hjá hv. þm. Guðjóni A. Kristjánssyni sem hefur stundað sjóinn meira en flestir aðrir sem starfa á hinu háa Alþingi. Við höfum vitnisburð um árangur þess kerfis sem er verið að verja hér, þ.e. kvótakerfisins. Nú er staðreyndin sú að þegar lagt var af stað með kvótakerfið var stefnt að því að aflinn yrði að jafnaði 500 þús. tonn. Hver er aflinn núna? Nú er hann innan við helmingur þess sem upphaflegt markmið var. Þess vegna er meira en lítið skrýtið --- ég vil nú taka undir með hv. þm. og segja að mér finnst þetta vera aumingjaskapur af Sjálfstfl. --- að geta ekki sent hingað fulltrúa til að ræða þessi mál þegar verið er að taka fyrir mál manna sem starfa við sjávarútveg hringinn í kringum landið. Það er verið að skera niður sóknargetu þessara báta. Við höfum hér frv. til þess að tryggja það að þeir geti rekið útgerðir sínar áfram og menn taka engan þátt í þessari umræðu. Mér finnst þetta alveg með ólíkindum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hv. þingmenn Sjálfstfl. láta ekki sjá sig þegar sjávarútvegsmál eru rædd.

Ég vil minna á að sumir þessara þingmanna sitja jafnvel í alþjóðanefndum um auðlindastjórn og fiskveiðistjórn. Hverju ætli þetta sæti, frú forseti? Ég vil fá að spyrja hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson að því hvaða skýringu hann hafi á þessum málum.