Ábúðarlög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 14:36:16 (5773)

2004-03-30 14:36:16# 130. lþ. 90.3 fundur 782. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[14:36]

Jón Bjarnason (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. landbrh. vék einmitt að þessu sem ég var að gagnrýna, að það væri kannski viss tilhneiging í þessu frv. til að þrengja að þeim sem vilja búa á jörðum án þess að eignast þær. Ég tel að það eigi ekki að vera tilgangur svona frv. og ég tel allt í lagi að ríkið eigi jarðir þó að jafnsjálfsagt sé líka að ábúendur jarða eigi sem greiðastan aðgang til að leysa til sín jarðir sem þeir eru með í ábúð. Þá á ekki með beinum eða óbeinum hætti að þrengja þeim til að kaupa þær jarðir.

Ég legg bara áherslu á það, frú forseti, að þetta mál fái vandaða meðferð í nefndinni og auknar umsagnir. Ég ítreka að ég tel að það eigi að huga betur að hag og stöðu ábúandans í frv.