Ábúðarlög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 15:31:12 (5790)

2004-03-30 15:31:12# 130. lþ. 90.3 fundur 782. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[15:31]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra talar um að byggja upp rétt. Þegar menn búa til þetta greiðslumark eru menn um leið að verðfella annað land. Dæmi eru um það, m.a. austur á landi, að maður hafi flutt með bústofn sinn á milli jarða, frá eignarjörð og yfir á jörð þar sem hann var ábúandi. Með því að búa til þetta greiðslumark verðfelldi ríkið jörðina sem hann bjó á fyrir vegna þess að hann getur ekki ákveðið að fara þangað og hefja búskap á ný. Ég tel að það hafi ekki verið ætlun ríkisins og þetta séu ákveðin mistök og því beri ríkisvaldinu í rauninni siðferðileg skylda til að skoða þessi mál sérstaklega og fara yfir þau og ég tel að menn eigi að skoða þau og bæta. Mér finnst ekkert að því að menn skoði það vegna þess að þarna hafa einstaklingar orðið fyrir mjög miklum fjárhagslegum skaða vegna slakrar löggjafar.