Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 17:57:08 (5817)

2004-03-30 17:57:08# 130. lþ. 90.5 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[17:57]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Það er ágætt að ræða bara almennt um kvótakerfið. Þá er kannski rétt að horfa til þess hvar kvótakerfi hefur virkilega skilað árangri. Hefur það skilað árangri í Norðursjó? Þar hefur lengi verið stjórnað með kvótum. Einnig á Nýfundnalandi og í Írska hafinu þar sem ég var sl. haust að skoða árangurinn. Ég verð að segja að það er enginn árangur í kvótakerfinu.

Ef við förum síðan til Færeyja þar sem fiskveiðum er stjórnað með sóknarstýringu sjáum við árangur. Er ekki rétt að horfa á þessar staðreyndir? Er ekki eðlilegt að sjá hvar árangur næst, horfa til þess með opnum huga og leggja til hliðar kvótakerfi í blönduðum fiskveiðum? Það sjá allir sem skoða þetta gagnrýnum augum og leggja til hliðar hagsmuni, veðsetningar og bankaveð að við erum ekki að ná árangri hér. Við erum langt frá upphaflegu markmiði.