Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:03:05 (5821)

2004-03-30 18:03:05# 130. lþ. 90.5 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:03]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við Tony Blair og get ekki svarað þessu. Kannski hefur hann bara ekki fengið upplýsingar um þær hugmyndir sem við höfum sett fram.

Mér finnst að hæstv. ráðherra ætti að geta verið sáttur við að fá að svara því skýrt hvað hann telur um þær fullyrðingar okkar í Samf., að leigukerfi veiðiheimilda á Íslandsmiðum mundi tryggja eignarhald á veiðirétti okkar þrátt fyrir að við gengjum í Evrópusambandið. Ég held að það væri ágætt og ég kalla eftir heiðarlegu svari hvað það varðar. Ég sé engar röksemdir benda til annars en að við gætum varið veiðiheimildir á Íslandsmiðum fullkomlega með slíku fyrirkomulagi, jafnvel þó að við gengjum í Evrópusambandið.