Veiðieftirlitsgjald

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:40:54 (5835)

2004-03-30 18:40:54# 130. lþ. 90.6 fundur 787. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (afnám gjalds) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað mjög virðingarvert að hv. þingmaður skuli halda uppi því sjónarmiði að gjald skuli reiknast í samræmi við kostnað. Hins vegar gegnir hér aðeins öðru máli, þetta gjald er ekki nákvæmlega skilgreint sem kostnaðargjald og um það fjalla alveg sérstök lög. Fyrir forsendum gjaldsins var gerð gríðarlega góð grein í umræðum hér á Alþingi á þeim tíma þannig að ég held að enginn eigi að velkjast í neinum vafa um það hvað þarna er um að ræða.

Ég tek undir að almennt eru þetta sjónarmið sem stjórnvöld eiga að fara eftir en hér tel ég hins vegar að gegni öðru máli þar sem um sérstakt mál og sérstök lög er að ræða.