Afgreiðsla fjarskiptalaga úr samgöngunefnd

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 14:02:12 (5862)

2004-03-31 14:02:12# 130. lþ. 92.91 fundur 449#B afgreiðsla fjarskiptalaga úr samgöngunefnd# (aths. um störf þingsins), GHall
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[14:02]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég sagði allt sem segja þurfti í gær. Varðandi það sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur eftir --- ja, ég veit ekki úr hvaða frétt hún var að lesa upp. (JóhS: Stöð 2.) Stöð 2. Það sem hér kemur fram er að það var rætt um þessi tvö mál sem snúa að Persónuvernd og ríkislögreglustjóra og ég gat um það í gær að engin athugasemd hefði komið frá Persónuvernd varðandi 42. gr.

Ég er ekki að segja þjóðinni ósatt varðandi þetta mál, ég er ekki að segja þjóðinni ósatt að nefndin, bæði minni hluti og meiri hluti samgn. skilaði áliti þar sem 42. gr. var ekki frekar ígrunduð. Þannig liggur málið. Ég hef lýst því yfir að málið verði tekið fyrir í fyrramálið og þar verði enn frekar unnið að málinu og því væntanlega komið í farsæla höfn. Meira hef ég ekki um málið að segja.