Framhaldsskóli í Mosfellsbæ

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 14:46:13 (5881)

2004-03-31 14:46:13# 130. lþ. 92.4 fundur 768. mál: #A framhaldsskóli í Mosfellsbæ# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., BjörgvS
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[14:46]

Björgvin G. Sigurðsson:

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn sem fram er komin hjá hv. þm. Valdimar Leó Friðrikssyni um hvort til standi að byggja framhaldsskóla í Mosfellsbæ og einnig þeim tóni í svari ráðherra sem laut að því að það væri ekki útilokað framtíðarmarkmið að stefna að því að byggja upp sérstakan framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Þó að hlutunum sé ágætlega fyrir komið eins og sakir standa í hinum mjög svo framsækna og góða Borgarholtsskóla þá held ég að það sé nauðsynleg framtíðarsýn fyrir þetta byggðarlag, sem er þarna eins og er enn þá á jaðri Reykjavíkurborgar og fyrir utan sjálfa höfuðborgina, að stefna að því að byggja þar upp öflugan og sértækan framhaldsskóla utan um einhver ákveðin svið. Það held ég að muni styrkja verulega byggðina þar og þar vestur úr, af því að við höfum séð á þróun framhaldsskólanna hvernig þær byggðir hafa blómstrað þar sem framhaldsskólar hafa verið reistir. Þær einfaldlega blómstra en hinar sitja eftir.