Fjárveitingar til sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:01:45 (5891)

2004-03-31 15:01:45# 130. lþ. 92.5 fundur 803. mál: #A fjárveitingar til sérsambanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., AKG
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:01]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Frú forseti. Það er fín umræða sem hér fer fram um ágæta fyrirspurn hv. þm. Valdimars L. Friðrikssonar. Ég kem upp aðallega til að taka undir með hv. þm. Ástu Möller um mikilvægi þess að annað tómstundastarf en íþróttir verði metið betur að verðleikum en það er í dag. Staðreyndin er sú að það er tómstundastarf sem er hollt hverju nafni sem það nefnist. Það eru ekki líkt því allir unglingar eða börn sem eiga þess kost af ýmsum orsökum, andlegum eða líkamlegum, að stunda íþróttir, en geta tekið þátt í annars konar tómstundastarfi séu þeim skapaðar aðstæður til og það er mikilvægt.