Byggðakjarnar

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:36:18 (5910)

2004-03-31 15:36:18# 130. lþ. 92.8 fundur 704. mál: #A byggðakjarnar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:36]

Drífa Hjartardóttir:

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þau svör sem hún gaf áðan. Það er verið að gera ýmislegt í byggðamálum. Ég á sæti í stjórn Byggðastofnunar sem styrkir ýmis ágætis verkefni um allt land. Við væntum náttúrlega mikils af þeirri byggðaáætlun sem núna er unnið að. Ríkisstjórnin hefur lagt mjög mikla fjármuni til byggðanna í landinu. Ég vil taka undir með hv. þm. Hjálmari Árnasyni, að það sem mestu máli skiptir er að atvinnulífið fái að blómstra í þessu landi.