Íslenski þorskstofninn

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 18:11:32 (5927)

2004-03-31 18:11:32# 130. lþ. 92.10 fundur 630. mál: #A íslenski þorskstofninn# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[18:11]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Menn velta náttúrlega fyrir sér hinni slöku nýtingu á þorskstofninum undanfarin 20 ár, kannski sérstaklega stöðunni eins og hún hefur verið sl. 10 ár. Við höfum veitt rétt rúm 200 þús. tonn að meðaltali, sem er náttúrlega langt frá nýtingu okkar áratugum saman.

Það er líka athyglisvert, hæstv. forseti, að skoða tölur frá Hafrannsóknastofnun, t.d. töflur um einstaka árganga, hvernig matið er á þriggja ára árgangi í töflunum. Þá sveiflast tölurnar ótrúlega, frá því að sami árgangur er metinn 80 millj. einstaklinga upp í að vera metinn 204 millj. þriggja ára nýliða. Allt eftir því á hvaða ári staðan er tekin.

Ég verð að segja, virðulegi forseti, að það er mjög margt sem þarf að skoða í rannsóknunum eins og vikið hefur verið að.