Háskóli Íslands

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 11:24:34 (5962)

2004-04-01 11:24:34# 130. lþ. 93.1 fundur 780. mál: #A Háskóli Íslands# (dómnefndir, auglýsingar um störf o.fl.) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[11:24]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Hér á auðvitað að gera grundvallarbreytingu á dómnefndunum. Það á að skipa fastar dómnefndir sem hafa miklu meiri völd yfir viðkomandi fræðasviði en þær dómnefndir sem hingað til hafa starfað og taka fyrir eina og eina umsókn í einu. Það er því fullkomlega eðlilegt að gera grein fyrir því hvernig sú skipan á að vera. Ég þarf ekki meira að segja við ráðherrann um það.