Atvinnuleysistryggingar

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 12:32:02 (5987)

2004-04-01 12:32:02# 130. lþ. 93.5 fundur 816. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (hækkun bóta) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[12:32]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Frú forseti. Það gleður mig að Framsfl. er ekki eins laus í rásinni í þessum málum og hann virtist um skeið. Nú stefna lægstu taxtar, samkvæmt þeim samningum sem hæstv. félmrh. vísar til, í 100 þús. kr. á mánuði. Ég spyr þess vegna hæstv. ráðherra: Hvenær munu atvinnuleysisbætur ná 100 þús. kr. á mánuði?