Atvinnuleysistryggingar

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 12:32:34 (5988)

2004-04-01 12:32:34# 130. lþ. 93.5 fundur 816. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (hækkun bóta) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[12:32]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samkvæmt því samkomulagi sem ég lýsti í ræðu minni áðan er gert ráð fyrir því að atvinnuleysisbæturnar taki hækkunum á kjarasamningstímanum og verði í lok hans á milli 96 og 97 þús. kr. Við sjáum þetta því, eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson lýsti áðan, allt saman þokast í rétta átt.