Atvinnuleysistryggingar

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 14:35:40 (6013)

2004-04-01 14:35:40# 130. lþ. 93.5 fundur 816. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (hækkun bóta) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Steinunni K. Pétursdóttur fyrir þátttöku hennar í umræðunni og vil svara spurningu hennar í örfáum orðum. Sú nefnd sem hér hefur komið til umræðu að þessu sinni, sem hefur störf á næstu dögum og er ætlað að skoða sérstaklega lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir, mun m.a. skoða hvort mögulegt verði að atvinnuleysisbætur taki í einhverju mið af þeim launum sem hinn atvinnulausi hafði áður en til atvinnuleysisins kom. Það er meðal þess sem ég mun óska eftir að nefndin skoði.