Vatnsveitur sveitarfélaga

Fimmtudaginn 01. apríl 2004, kl. 15:13:02 (6023)

2004-04-01 15:13:02# 130. lþ. 93.12 fundur 576. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 130. lþ.

[15:13]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta eru engir ímyndaðir óvinir. Ég er að vísa í hagsmunaaðila á borð við Verslunarráð Íslands sem berst fyrir því af alefli að grunnþjónustan í samfélaginu verði einkavædd og markaðsvædd. Þetta eru bara staðreyndir. Og það er líka staðreynd að á vettvangi Evrópusambandsins er tekist mjög harkalega á um stefnuna í þessum málum núna. Þar eru annars vegar samtök atvinnurekenda og systur- eða bróðursamtök Verslunarráðsins og aðilar af því tagi sem þrýsta mjög á um einkavæðingu þessarar þjónustu. Hins vegar er verkalýðshreyfingin sem stendur vaktina. Sama mynstur er hér uppi. Við vitum í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði í hvorum hópnum við erum.