Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 18:25:21 (6081)

2004-04-05 18:25:21# 130. lþ. 94.14 fundur 868. mál: #A þjóðgarðurinn á Þingvöllum# frv. 47/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[18:25]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessi viðbrögð og mikilsvert að vita að hér er einhugur um það að menn hagi vegarlagningu þannig á þessum slóðum að ekki spilli fyrir umsókn okkar gagnvart UNESCO. Það var það sem ég var að ræða um að ég teldi ákaflega mikilvægt að við stæðum vel og sameiginlega að. Ég sé ekki betur en að ef menn vilja --- við getum náttúrlega ekki, eins og ég sagði, ráðið afstöðu sveitarstjórnarinnar --- en ég sé ekki annað en að við höfum haft við hana fullt samráð um þetta mál. Það hefur verið gagnrýnt af henni undanfarna daga að við höfum ekki svarað í tæka tíð en ég var að gefa þá skýringu hér að við höfum verið að bíða eftir þeim svörum og efni í það svar sem við þurfum að gefa. Nú liggur það fyrir þannig að á næstu dögum verður sveitarstjórninni með formlegri hætti en hér á Alþingi greint frá því sem er niðurstaða okkar.