Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 13:40:04 (6135)

2004-04-06 13:40:04# 130. lþ. 95.1 fundur 868. mál: #A þjóðgarðurinn á Þingvöllum# frv. 47/2004, MÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[13:40]

Mörður Árnason (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Athugasemd mín varðar vísun til nefndar. Flm. þessa máls óskaði eftir að því yrði vísað til allshn. og styðst þar væntanlega við starfsskiptingu í Stjórnarráðinu sem vissulega á að taka hliðsjón af samkvæmt þingsköpum. Hins vegar ráðast verkefni fastanefnda á Alþingi ekki af skiptingu framkvæmdarvaldsins, heldur af því sem þingið ákveður sjálft. Hér er um að ræða þjóðgarðinn á Þingvöllum, stækkun hans sem einkum varðar náttúru og umhverfi. Nú hefði verið eðlilegt að þetta mál færi til umfjöllunar í umhvn. Ég ætla ekki að standa á móti því að flm. sé hlýtt í þessu efni en legg áherslu á að þeir þættir málsins sem varða náttúru og umhverfi sem eru flestir þættirnir fari til sérstakrar umsagnar í umhvn. þegar þar að kemur.