Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 16:47:06 (6166)

2004-04-06 16:47:06# 130. lþ. 95.4 fundur 460#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[16:47]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt sem hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni heyrðist ég segja. Þessari skýrslugerð er skipt í þrennt. Skýrslunni átti að fylgja greinargerð um stefnumótun þar sem áþreifanlegar tillögur væru settar fram og ákveðinni stefnumótun beint til stjórnvalda norðurskautsríkja. Það er þetta sem stendur eitthvað í Bandaríkjamönnum og það er einmitt þetta sem ég var að spyrja hæstv. utanrrh. um áðan í ræðu minni.