Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 06. apríl 2004, kl. 20:37:15 (6219)

2004-04-06 20:37:15# 130. lþ. 95.4 fundur 460#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 130. lþ.

[20:37]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ber að skilja orð hæstv. utanrrh. svo að slái í brýnu á milli Íslendinga og Norðmanna, t.d. á sumri komanda ef ekki nást samningar við þá og við munum jafnvel neyðast til þess að reyna að leita leiða til að stunda síldveiðar á Svalbarðasvæðinu, að málinu verði þá hugsanlega skotið til dómstóla? Er meiri háttar utanríkisdeila jafnvel í uppsiglingu ef síldveiðisamningar nást ekki í vor?