ÖB fyrir MF

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 13:33:02 (6231)

2004-04-14 13:33:02# 130. lþ. 96.95 fundur 466#B ÖB fyrir MF#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[13:33]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá varaformanni þingflokks Samf., Kristjáni L. Möller, dagsett 14. apríl:

,,Þar sem Margrét Frímannsdóttir, 1. þm. Suðurkjördæmis, er farin utan, fyrst í opinberum erindum og síðan einkaerindum, og mun ekki geta sótt þingfundi fram til vors óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og þess að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi situr á Alþingi, að 2. varamaður á listanum, sr. Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólstað, taki sæti hennar á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Kristján L. Möller, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar.``

Önundur Björnsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.