Þjónusta við varnarliðið

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 13:44:07 (6235)

2004-04-14 13:44:07# 130. lþ. 96.1 fundur 743. mál: #A þjónusta við varnarliðið# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., GÁS
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[13:44]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni fyrir að hreyfa þessu mikilvæga máli. Jafnframt undrast ég viðbrögð hæstv. ráðherra við þeirri eðlilegu fyrirspurn þegar hv. þm. sýnir því áhuga, og hefur gert það ítrekað í þessum sölum, að huga að því hvað við taki ef svo fari sem margt horfir nú til, að varnarliðið hverfi á braut. Það er undarlegt að hæstv. ráðherra, væntanlegur forsrh., skuli verða hvumpinn af þeim sökum. Það liggur ljóst fyrir af svörum hans að þarna er um gífurlega hagsmuni að ræða, efnahagslega og atvinnulega. Menn spyrja einfaldlega: Er til plan b hjá hæstv. ríkisstjórn? Eru menn viðbúnir því versta og hvað þá við tekur? Oft hefur verið talað um sértækar aðgerðir af minna tilefni en þessu.