Þjónusta við varnarliðið

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 13:45:06 (6236)

2004-04-14 13:45:06# 130. lþ. 96.1 fundur 743. mál: #A þjónusta við varnarliðið# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., MÞH
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[13:45]

Magnús Þór Hafsteinsson:

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Jóni Gunnarssyni fyrir að hreyfa þessu máli sem svo sannarlega er mjög mikilvægt. Ég er ekki alveg sammála hæstv. utanrrh. um að þetta hafi verið svo afskaplega stöðugt á undanförnum missirum. Þegar maður skoðar skýrsluna sem hann skilaði af sér til þingsins rétt fyrir páska kemur fram að varnarliðsmönnum hefur fækkað mjög mikið. Íslenskum starfsmönnum hjá varnarliðinu hefur fækkað um 100, bara núna á undanförnum vikum. Þetta er mjög alvarlegt ástand og ég tek undir með hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni þegar hann lýsir eftir svörum frá ríkisstjórninni um það hvort hún sé með eitthvert plan b í gangi ef þetta fer á versta veg. Ef Bandaríkjamenn fara, eins og mér þykir því miður margt benda til, er þá til eitthvað annað? Hafa menn hugleitt það?

Það væri gaman að fá skýr svör um það frá hæstv. utanrrh.