Endurgreiðsla námslána

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 18:10:11 (6304)

2004-04-14 18:10:11# 130. lþ. 96.11 fundur 706. mál: #A endurgreiðsla námslána# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[18:10]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er um eitt af þessum góðu málum að ræða sem hafa það markmið að stýra fólki í ákveðnar áttir.

Ég vara við því að menn taki svona mál upp. Þau grafa undan heildstæðum lausnum og mismuna auk þess fólki. Hvað með það fólk sem ekki hefur tekið námslán, sem hefur jafnvel nurlað og sparað og gætt þess að taka ekki námslán? Það fær ekki styrki til að fara út á land.

Hvað með fólk sem ekki er háskólamenntað? Hvers á það að gjalda, að fá ekki styrk til að búa á ákveðnum svæðum? Af hverju á að fara að styrkja atvinnurekendur til að ráða háskólamenntað fólk ef þeir ekki vilja ráða það á þeim kjörum sem bjóðast?