Afsláttur af þungaskatti

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 18:25:14 (6311)

2004-04-14 18:25:14# 130. lþ. 96.12 fundur 762. mál: #A afsláttur af þungaskatti# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[18:25]

Guðjón A. Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Ég held að það sé alveg sjálfsagt að verða við tilmælum hæstv. ráðherra og taka hann beint á orðinu. Olíugjaldið sem við vorum að ræða um daginn er einfaldlega þannig að þegar kemur að erfiðri færð á vegum eykst kostnaðurinn í gegnum olíugjaldið. Við setjum 45 kr. á hvern lítra inn í olíugjaldið og ég vék að því í umræðunni um daginn um málið að það væri alveg fyrirsjáanlegt að við erfiða færð og þungatakamarkanir væru menn að flytja minni farm sem gæfi þeim minni tekjur við aukna olíueyðslu.

Vandamálið er því líka fyrir hendi í því frv. sem liggur fyrir og ég held að það sé alveg nauðsynlegt að taka á því og velta því upp með hvaða hætti laga má stöðu manna þannig að þeir séu ekki bæði að afla minni tekna og greiða meiri kostnað og þar með skatt til ríkisins.