Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 18:41:47 (6319)

2004-04-14 18:41:47# 130. lþ. 96.13 fundur 810. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., Fyrirspyrjandi VF
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[18:41]

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson):

Virðulegur forseti. Ég sé í raun enga ástæðu til að þakka hæstv. fjmrh. fyrir svarið því að það kom akkúrat ekkert svar annað en að þetta væri allt bara hreinlega í góðum málum. Að vísu kom svar um launakerfi, þ.e. að því yrði ekki breytt einhliða. En ástæða þess að ég spyr um það er sú að hæstv. heilbrrh. hefur bent hæstv. fjmrh. á að mjög erfitt sé að reka heilbrigðisstofnanir án þess að framkvæmd kjarasamninga sé breytt, og þarna á hann við þessa aðlögunarsamninga.

Ég ætla að leyfa mér að ítreka a.m.k. eina spurningu. Ég hlýt að geta fengið eitt svar í dag: Er það stefnan hjá hæstv. fjmrh. við gerð kjarasamninganna í haust að gera tilraun til að brúa launabil á milli kynjanna?