Vatnasvæði Ölfusár og Hvítár

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 20:02:24 (6355)

2004-04-14 20:02:24# 130. lþ. 96.21 fundur 901. mál: #A vatnasvæði Ölfusár og Hvítár# fsp. (til munnl.) frá landbrh., VF
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[20:02]

Valdimar L. Friðriksson:

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Magnúsi Þór Hafsteinssyni, fyrir að vekja athygli á málinu. Mér er kunnugt um að netaveiði á þessum vatnasvæðum hafi farið minnkandi og að ágætissamkomulag hafi náðst við netabændur þar um.

Það er nauðsynlegt og ætti öllum að vera ljóst að það þarf að auka fjárveitingu til fiskrannsókna á vatnasvæðum Ölfusár og Hvítár. Hins vegar vil ég vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag tíðkast svokallaðar sjóræningjaveiðar á laxi við strendur landsins, t.d. á Vestfjörðum. Á því þarf að taka.