Rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 14:21:25 (6397)

2004-04-15 14:21:25# 130. lþ. 97.1 fundur 878. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 79/2004, 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[14:21]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. má ekki misskilja mig, mér líður aldrei illa undir ræðum hans. Ég var að tala um hvað það væri yndislegt að sjá hvar hjartað slær. Hjartað slær í vísindamanninum og þá er hann sannfærandi og þá veit maður hvaða leið hann er að fara. Hitt er allt með óljósari hætti þegar stjórnmálamaðurinn talar. Þá veit maður í rauninni ekki alltaf hver stefnan er eða hvar hann lendir þegar hann kemur niður.

Hv. þm. minntist á c-lið 2. gr., og fleiri hafa gert það, um að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi umráð yfir þeim tilraunastöðvum á sviði landbúnaðar sem ríkið á. Þetta er kannski orðað óskýrt og landbn. þarf í raun að fara betur yfir það. Hugsunin er ekki að taka af hinum skólunum það sem þeir hafa. Þeir hafa sín sérsvið og sín rannsóknasvið en að styrkur landbúnaðarháskólans sé samt með þeim hætti að hann geti sinnt þeim mikilvægu verkefnum sem hann sér um þannig að ég get tekið undir það að orðalagið má endurskoða.