Rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 14:51:48 (6409)

2004-04-15 14:51:48# 130. lþ. 97.1 fundur 878. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 79/2004, 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[14:51]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar alveg á þeim nótum sem ég sjálf tala á og ég er sammála honum um að við eigum að efla vísindastofnanir okkar. Við eigum að efla tengsl vísindastofnana við háskólana og efla rannsóknasvið allra háskóla í landinu.

Af því að hv. þm. er varaformaður fjárln. Alþingis þá bið ég hann að hafa í huga, þegar hann fer að sinna fjárlögum næsta árs, þessi orð sín. Það skortir viljann á það hjá stjórnvöldum og fulltrúum stjórnarflokkanna að þessi stefna sé sýnd í verki, að nægilegt fjármagn komi inn á rannsóknasvið háskólanna. Það á við um alla háskóla, bæði þá sem heyra undir menntmrn. og landbrn. Nú brýni ég hv. þm. og treysti því að hann minnist þessara orða sinna þegar hann tekur á fjárlagavinnunni fyrir næsta ár og fjárlagavinnu framtíðarinnar.