Rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 14:56:20 (6412)

2004-04-15 14:56:20# 130. lþ. 97.1 fundur 878. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 79/2004, 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[14:56]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að undirstrika svo berlega að við erum nákvæmlega sammála um þessa hluti. Það er ágætt og er vonandi svo um fleiri. Ég held að það sé þannig, hæstv. forseti. Ég held að þingheimur, þverpólitískt, geri sér grein fyrir því að við erum ekki á réttu róli varðandi fjármuni til vísinda öðruvísi en tryggja að umræðan sé frjáls, díalógur sé í gangi, hann sé hreyfiaflið sem knýr þetta áfram.

Ég vona sannarlega að þessi umræða verði til að opna augu annarra fyrir því að það er höfuðnauðsyn að gera þessar breytingar. Með frv. hefur hæstv. landbrh. stigið fyrsta skrefið. Ég endurtek þær áskoranir mínar til annarra hæstv. ráðherra að þeir hafi þetta framtak hans sem fyrirmynd.