Tónlistarsjóður

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 18:59:24 (6462)

2004-04-15 18:59:24# 130. lþ. 97.9 fundur 910. mál: #A tónlistarsjóður# frv. 76/2004, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[18:59]

Menntamálaráðherra (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Rétt aðeins út af Samtóni þá komu einmitt tónlistarmenn og hljómlistarmenn að málinu því að þeir heyra líka undir Samtón. Það eru fleiri en akkúrat eingöngu réttahafarnir sem falla undir Samtón.

Ég fagna því sérstaklega að við í ríkisstjórnarflokkunum höfum eignast bandamenn í því að lækka skatta. Fagna ég því sérstaklega. Ég fagna því líka að ég finn það hér á þeim þingmönnum sem hafa tekið til máls að þeir ætla að leggja mér lið í því að reyna að fá meira fjármagn í þennan sjóð.

Ég tel raunhæft að huga að því sem hefur komið fram m.a. á þessum samráðsfundum, þ.e. að reyna að tvöfalda það framlag sem nú er til þessa málaflokks. Ég held að ágætt væri ef það mundi nást.

Að öðru leyti vil ég enn og aftur þakka fyrir þessa umræðu, virðulegi forseti, og vonast til þess að málinu verði vísað til hv. menntmn.