Áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 19:17:32 (6465)

2004-04-15 19:17:32# 130. lþ. 97.11 fundur 873. mál: #A áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára# þál. 29/130, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[19:17]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sem félmrh. hlýt að fagna allri umræðu um jafnréttismál í landinu. Ég hef með ræðu minni hér ekki lagt dóm á einstök ummæli í þeirri umræðu, hvorki á undanförnum dögum, vikum, mánuðum né árum.

Ég fagna vissulega umræðunni. Ég tel að hún sé okkur öllum holl. Ég tel að hún muni á endanum geta leitt okkur fram um veg og að sjálfsögðu hlýtur í samfélagi okkar að vera ánægjuefni þegar til slíkrar umræðu er efnt. Í því felst ekki, hæstv. forseti, af minni hálfu álit eða dómur um nokkur þau ummæli sem fallið hafa á undanförnum dögum, vikum, mánuðum eða árum.